Sunday, February 3, 2008

vatnsdeigsbollurnar sem F gerði

ég fæ sirka 18 ágætlega stórar úr þessari uppskrift, hún er af uppskriftarvefnum sem er snilldarvefur.

Vatnsdeigsbollur

2,5 dl vatn
50 g smjörlíki
salt á hnífsoddi
175 g hveiti
4-6 egg
2 tsk. lyftiduft.

Rjómi
ávaxtamauk
brætt súkkulaði.

Vatn, smjörlíki og salt soðið. Tekið af hellunni þegar sýður og hveitið hrært út í. Sett á helluna aftur og hrært vel í mínútu.
Þá er deigið sett í skál og látið kólna. Svo eru eggin, eitt og eitt í senn, hrærð saman við þar til deigið er hæfilega þykkt. Þá er lyftiduftið sett út í.
Sett á hveitistráða plötu með skeið eða sprautupoka.
Bakað við 180°C í ca. 30 mín. Fyrstu 20 mínúturnar má EKKI opna ofninn, því þá falla bollurnar.
Að bakstri loknum er toppurinn skorinn af og rjómi og ávaxtamauk sett á milli. Súkkulaði brætt ofan á toppinn.
Etið með góðri lyst.

graflaxinn hennar D!

Graflax:

1/8 svartur pipar
2 salt
2 sykur
1 1/2 dill
1 fennelfræ (1/2 ef það er duft)
1 sinnepsfræ

þessu er blandað saman (magn eftir stærð fisksins). Það má bara nota laxarflök sem hafa frosið (einhverjir ormar sem þurfa að drepast). Laxinn er þveginn, þurkaður lagður á álpappír og kryddblöndunni stráð yfir. Laukur er síðan skorin smátt niður og stráð yfir (þykkt lag). Öllu er pakkað síðan inn í álpappírinn og látið í kæli í sólahring. Þá er fiskurinn tekin og allt hreinsað ofanaf honum. Ef fólk vill er hægt að frysta fiskinn aftur ef hann á ekki að borðast strax (hreinsa samt gumsið ofanaf honum).
´
Graflaxsósa:

Majónes, sætt sinnep, hunang, dill og matarlitur. - Öllu sullað saman og smakkað til. Best að gera daginn áður þannig að dillið sé búið að taka sig.

Saturday, September 15, 2007

Röðin...


Erna
Fríða
Aldís
Erla
Ríkey
Unnur Stella
Dýrleif
Unnur Ósk
Dóra

Wednesday, September 5, 2007

Monday, September 3, 2007

þýskar síður...

http://www.babyparadies-shop.de/store/index.php

þessi gamla er sko hætt að senda til Danmerkur þannig að þetta er sú "nýja" sem maður notar til að kaupa ódýrt (allavega sumt;)). Ég keypti Graco kerru þar um daginn og kerran kom fáum dögum seinna.

Sunday, August 26, 2007

DJÖFLAKAKAN hennar Aldísar!

DJÖFLAKAKA

150gr sykur
150g púðursykur
125gr smörlíki
2stk egg
160gr hveiti
1tsk matarsóti
1tsklyftiduft
1/2tsk salt
40g kakó
2dl mjólk

Krem.
500g flórsykur
60gr kakó
1stk egg
80gr smjör
1tsk vanilludropar
2-4msk kaffi

Vinna vel saman sykur og smjör og setjið egg saman við eitt í einu. Blandið saman þurrefnum og setjið saman við
ásamt mjólkinni, bakið í tveimur formum við 180gráður í 20-25mín( ég bakaði í einu kringóttu formi og hafði kökuna aðeins lengur inni í ofninum).
Krem: Bræðið smjörið og blandið öllu saman í skál, vinnið rólega saman þar til allt er slétt og fínt.

Möst að bera fram með þeyttum rjóma og helst ferskum jarðaberjum. Ég hef líka bakað kökuna í stóru formi (ofnskúffu) og hef þá bætt aðeins við uppskriftina.

Monday, July 30, 2007

Ostakakan hennar Aldísar... MMMMMM!!!

1/2 liter þeyttur rjómi

í aðra skál þeytt saman

1 rjómaostur (eða 3 fíladelfíu ostur)
1 egg
100 gr flórsykur
safi úr einni sítrónu eða appelsínu
vanilludropar

svo er þeytta rjómanum blandað varlega saman við ostablönduna.

í botninn
Hafrakex mulið og brætt smjör.

Ávextir eftir smekk sett ofaná kökuna.